Origo á UT messunni

Origo lét sig ekki vanta á UT messunni 2024. Í stað hefðbundins sýningarbáss til að kynna vörur Origo, þá var plássið nýtt til að skapa upplifun fyrir gesti messunnar.

Hero
Hero

grafísk hönnun

hugmyndavinna

hreyfigrafík

textasmíði

Uppspretta tækninnar

Sýningarbás Origo á UT messunni var stafrænt listaverk sem var unnið með þrívíddarhönnuðinum og listakonunni Maríu Guðjohnsen.

Í verkinu tengdi María saman íslenska náttúru og tækni til þess að skapa útópískan heim sem flæddi endalaust áfram. Gestir gátu stigið inní verkið og breytt hljóðinu til þess að upplifa flæðandi tækniheiminn á mismunandi vegu.  

Þrátt fyrir mikla umræðu um snjallvæðingu og gervigreind, þá er verkið ákveðin hugvekja um að öll tækni er knúin áfram á mannlegu hugviti og sköpunarkrafti. Þarfir og væntingar fólks knýja fram nýjar hugmyndir og er tæknin stöðug uppspretta framfara og nýsköpunar.   

Þórunnartún 2
105 Reykjavík

TVIST á Instagram
TVIST á Facebook

Hefur þú áhuga á samstarfi?

Við erum alltaf til í gott kaffispjall

©TVIST 2012 - 2025.

Allur réttur áskilinn