Root for Safety
Á hverju ári aðstoða björgunarsveitir Landsbjargar fjöldan allan af erlendu ferðafólki. Kostnaður við starfsemi björgunarsveitanna hefur vaxið í takt við aukna umferð ferðafólks um hálendið og gosstöðvar.


hugmyndavinna
textasmíði
grafísk hönnun
framleiðsla
Ferðafólk skýtur rótum á Íslandi
Hingað til hafa ferðalangar átt erfitt með að styrkja Landsbjörg á sama hátt og við Íslendingar gerum með kaupum á Neyðarkallinum og flugeldum.
Undanfarin ár hefur Landsbjörg, í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands, boðið fólki sem vill styrkja björgunarsveitirnar án þess að kaupa að flugelda upp á að kaupa svokölluð rótarskot. Fyrir ferðafólk sem yfirgefur landið með trega getur það verið ljúfsárt að vita af birkihríslu sem plantað er í þeirra nafni og fjárstuðningi sem rennur til þess góða fólks sem skipar björgunarsveitirnar.

Í ljósi þess að ferðafólk sér ekki sömu miðla og heimafólk voru helstu snertipunktar við þau kortlagðir. Markaðssetning á Root for safety fór því fram á hótelum, í bílaleigubílum og á öðrum stöðum þar sem leið þeirra liggur um landið. Auglýsingar birtust í afþreygingarkerfi Icelandair og birtingar miðuðu að því að hitta ferðafólk í þeim miðlum sem þau lesa. Fjölmiðlaumfjöllun birtist í miðlum sem ferðafólk les.

Krúnudjásnið í verkefninu er neyðarskýli sem sótt var vestur á firði og sagað í sundur af bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Skýlið er íslensk hönnun og endurnýting er í takt við áherslur um hringrásarhagkerfið. Skýlið var útbúið með skjá sem sýndi myndefni frá starfi björgunarsveitanna og beindi gestum á styrktarsíðu verkefnisins með QR kóða


