Allan hringinn

667 kg af heimilisúrgangi á hvern Íslending

Hero

hugmyndavinna

almannatengsl

Miklar breytingar eru að eiga sér stað í flokkunar- og úrgangsmálum á Íslandi. Skylda er að flokka heimilisúrgang í sjö flokka: pappír, plast, matarleifar, málma, gler, textíl og spilliefni. Bannað verður að urða eða brenna úrgang sem búið er að flokka.

Umhverfisstofnun og samstarfsaðilar verkefnisins Allan hringinn vildu halda viðburð til að kynna þessar breytingar.


Ísland er í sjöunda sæti yfir þær þjóðir innan Evrópu sem henda mestu magni af heimilisúrgangi á hverju ári eða að meðaltali um 667 kg á hvern Íslending.

Til að gera þessi tölfræði áhugaverðari þá reistum við táknræna 667 kg. ruslahrúgu inn í Góða hirðinum. Við gáfum ruslahrúgunni nafnið “Íslenska úrgangsfjallið”.

Íslenska úrgangsfjallið gerði málefnið myndrænna og áþreifanlegra.

Góð mæting var á viðburðinn og fjölmiðlar veittu átakinu athygli, enda umræða um úrgangsmál mikil eftir “fernumál” Sorpu. 

Almannatengsl spiluðu stærra hlutverk í þessu verkefni heldur en hefðbundnar auglýsingar.

Þórunnartún 2
105 Reykjavík

TVIST á Instagram
TVIST á Facebook

Hefur þú áhuga á samstarfi?

Við erum alltaf til í gott kaffispjall

©TVIST 2012 - 2025.

Allur réttur áskilinn